Beint í efni

Himnaríki: geðklofinn gamanleikur

Himnaríki: geðklofinn gamanleikur
Höfundur
Árni Ibsen
Útgefandi
Skrudda
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Leikrit

Uppfærslur:

Hafnarfjarðarleikhúsið 1995
Ungmennafélagið Efling, Reykjadal 1996
Riksteatret, Noregi 1997
Det norske teatret, Osló, Noregi 1997
Odense teaterskole, Odense, Danmörku 1997
Hålogaland teater, Tromsö, Noregi 1998
Åbo svenska teater, Åbo/Turku, Finnlandi 1998
Upsala stadsteater, Uppsölum, Svíþjóð 1998
Sörmland teater, Nyköping, Svíþjóð 1999
Teater Endla, Pärnu, Eistlandi 1999
Hammarteatern, Hallstahammar, Svíþjóð 2001
Sviðsettur leiklestur: Folketeatret (Ung scene), Kaupmannahöfn 1996 

Úr Himnaríki – geðklofinn gamanleikur (1995):

„Veistu, það er bara nó problem hjá pabba hans Tryggva! Veistu' ekki' hvað pabbi' hans Tryggva segir alltaf? Pabbi hans Tryggva, hann segir alltaf: „Heyrðu vinurinn! það eru bara plebbar sem hafa áhyggjur!““

„Heyrðu! Hérna, fyrirgefðu! Skjús míííí! Hérna: Til hvers ertu að hafa fyrir þessu, ha? Ég meina, sko, af hverju tekurðu ekki bara, þú veist, hérna, pínulítið minna, ha?! Ha? Ég meina: Af hverju, hérna, skilurðu ekki bara allt draslið eftir handa mér, ha? Kvenfólk, maður!“

„Dáldið svona ... öfgakennt ... dáldið mikið þjóðlegt ... eitthvað svona, þú veist. Æða' útí sveit og láta' eins og það sé komið sumar. það á að njóta fyrirfram ...“

„Og svo bara kemur maður út og það er bara' ekkert að gerast! Djís, maður ... það er allt að verða klárt þarna' inni, maður! Ha?! Bara' eftir að skella draslinu' á grillið, og svo bara ... ! Djísus, Tryggvi! þú ert ekki hægt! Allir að drepast úr hungri, maður, bara meiriháttar hungursneyð í aðsigi og allt ... og svo bara fattast allt í einu' í miðju dauðastríðinu, maður, að bara' einn maður! Ha?! Bara' einn maður, Tryggvi! Einn maður sem gleymdi að kveikja' á fokking grillinu!“

„Ég veit ekkert hvernig þau eru' eða neitt og þau vita' ekkert hvernig ég er og enginn veit neitt hvort nokkur passar saman við neinn eða neitt og endar svo bara með því að enginn er öruggur með sig og enginn veit neitt hvernig hann á að vera' eða neitt og ekki neitt ... og bara ... Komon, Gaui. þú hefðir nú alveg mátt reikna með að ég og þessi þarna Steinunn, ha, þú hefðir alveg mátt átta þig á þeim möguleika. Og þessi' Unnur, maður! Vaá! Ég meina: það er sko engu líkara en hún hafi gleymst á fæðingardeildinni og hreinlega misst af öllum grunnskólanum!“

„Sko, Gaui. þú ert alveg ágætur og allt, bara ... Ég hugsa meir að segja að þú sért fínn, en ... Sko, ef ég á segja þér alveg eins og mér finnst, þá held ég að þú ættir ekki' að venja þig á að vera' í margmenni.“

„Ég var bara farin að halda að við ættum að urða alla familíuna hérna.“ „Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki við þig þá er það hvað þú ert alltaf ógeðslega jákvæð, eitthvað. Ég meina, þú ert alveg ofboðslega neikvæð líka, en það er bara frontur, sko, þín neikvæðni er einhvern veginn svo ... svo jákvæð ...“

TRYGGVI:
(Frá sér numinn). Ég ætla' að kurla spírukvikindið niðurí hekk! Og bara svoleiðis drussa því allt í kringum bústaðinn svo karlófétið geti bara vaðið plöntutussur uppí klof! Svo dúndrum við bara í bæinn! Ha! Aníta! Ha?!! Ég og þú, Aníta! Hvernig líst þér á það?

ANÍTA:
Ji, Tryggvi ...

TRYGGVI:
Jess, beibí ...

ANÍTA:
Vá! þú varst næstum því sexí núna!

Fleira eftir sama höfund

Theatre in Iceland 1980-85

Lesa meira

Theatre in Iceland 1985-88

Lesa meira

Theatre in Iceland 1988-1992

Lesa meira

Afsakið! Hlé

Lesa meira

Tum Sotal

Lesa meira

Greinar í The Cambridge Guide to World Theatre

Lesa meira

Guð/jón

Lesa meira

Four Words for Raworth

Lesa meira

Fasteignir

Lesa meira