Beint í efni

Höll hamingjunnar

Höll hamingjunnar
Höfundur
Ingibjörg Sigurðardóttir
Útgefandi
Oddur Björnsson
Staður
Akureyri
Ár
1985
Flokkur
Skáldsögur

Úr Höll hamingjunnar:

„Fyrirgefðu, Vera Dögg, að ég gerði þér ónæði,“ segir hann hæversklega. „Þegar ég kom niður af heiðinni barst svo undurfallegur söngur að eyrum mér, að ég mátti til með að fá að vita hver ætti hann, hér á þessum stað.“ „Það er ekkert að fyrirgefa, svaraði Vera Dögg lágum rómi. „Ég hef ekkert einkaleyfi á þessu skógarrjóðri, en mér kom ekki til hugar að hér yrði neinn á ferð á þessum tíma, annars hefði ég ekki farið hingað með gítarinn.“ „Þú hefur þá ekki heyrt havð mamma sagði við mig um leið og ég stóð upp frá kvöldverðarborðinu?“ „Nei, ég tók ekkert eftir því.“ „Hún tjáði mér að sig vantaði nýjan silung í hádegismatinn á morgun. Að sjálfsögðu vildi ég bæta úr því, brá mér fram í Veiðivötn og sótti handa henni nokkra silunga. Þannig stendur nú á ferðum mínum hérna,“ segir Davíð og leggur frá sér byrðina. „Ég sé að þú ert snjall veiðimaður, Davíð,“ segir Vera Dögg og rennir augunum yfir glitrandi silungana á grænu kjarrinu. „Ekki veit ég það.“ Davíð brosir. „En þegar sumarhúsið mitt er risið hérna við ána, verður notalegt að bregða sér fram á heiðina og sækja nýmeti í pottinn. Finnst þér ekki fallegt hússtæði hérna niður á flötinni?“ „Jú, mjög svo. Flötin rennislétt, þéttvaxið kjarrið eins og skjólbelti allt um kring og fossinn hár og hvítfreyðandi í baksýn. Víst er hér undurfagurt,“ svarar Vera Dögg, og hrifningin leynir sér ekki í rödd hennar. „Það er orðið langt síðan ég ákvað að byggja mér fallegt sumarhús hérna á flötinni við ána. Ég hef aldrei haft áhuga fyrir því að verða bóndi á Lyngheiði og vildi ungur verða læknir, en hér heima ætlaði ég að eiga sumarhús, þar sem ég gæti notið sumarleyfa minna, hvar sem ég annars starfaði á landinu.“ „Hvenær ætlarðu svo að byrja að byggja?“ spyr Vera Dögg, örlítið glettin á svip. „Það ætla ég að gera strax og ég hef fengið starf, að námi loknu. Heldurðu að það verði ekki gaman að sjá lítið, fallegt sumarhús, höll hamingjunnar, rísa af grunni hér í draumalandinu mínu?“

(s. 50-52)

Fleira eftir sama höfund

Hugsað heim: ljóð

Lesa meira

Glettni örlaganna

Lesa meira

Draumalandið hennar

Lesa meira

Feðgarnir á Fremra-Núpi

Lesa meira

Feðgarnir á Fremra-Núpi

Lesa meira

Hrafnhildur

Lesa meira

Hrafnhildur

Lesa meira

Höll hamingjunnar

Lesa meira

Við bláa voga

Lesa meira