Beint í efni

Hugsað heim: ljóð

Hugsað heim: ljóð
Höfundur
Ingibjörg Sigurðardóttir
Útgefandi
Oddur Björnsson
Staður
Akureyri
Ár
1962
Flokkur
Ljóð

Úr Hugsað heim:

Móðir drykkjumannsins

Fyrrum hún vakti við vögguna hans, vonsæla móðirin unga. Í hjartanu knýtti sinn helgasta krans hamingjan ábyrgðar-þunga. Heilagur eldur í sálinni svall, sjálfri sér skyldi hún fórna, ef framkvæma mætti sitt fegursta kall: frumburðar uppeldi að stjórna. Drengurinn óx og var duglegur sveinn. Hver dagur var ríkur af gleði, því kærleikur ætíð svo heiður og hreinn á heimili foreldra réði. Móðirin kenndi honum bænir, og bað, að brjósti sér faðmaði drenginn. Og hjörtun þar mættust á heilögum stað, - þá hamingju fullmetur enginn. Við altarið Drottins hann vígðist um vor á vikvæmum fermingardegi. Hann hét þá að feta hvert framtíðarspor á Frelsarans sólbjarta vegi. Móðirin kraup þar við hliðina hans, og hjartað var þrungið af sælu. Hún vakti yfir þroska hins vaxandi manns gegn veraldar nístandi kælu. - - - En árin þau liðu, og allt er nú breytt. Hann orðinn er fullvaxinn piltur. Öldruð er móðir, af erfiði þreytt, af ofdrykkju er sonurinn spilltur. Í kvöld var hann fluttur úr „hófinu“ heim með hávaða og drykkjumanns-læti. Og áfengið ranghverfði augunum þeim, sem áður fyrr ljómuðu af kæti. Viðkvæma móðirin vakir nú hljóð, - vaggan er horfin og brotin. - Hugurinn þjáist í harmanna glóð, og höndin að kröftum er þrotin, - Á beddanum sefur nú sonurinn kær, sjúkur af eitruðum vínum. Móðirin grætur, en heimurinn hlær og herðir á tökunum sínum. - - - Getur þú, þjóðin mín, grætt á því fé glötunar-lyfin að selja, er saurga hin heilögu siðgæðis-vé og sálir í vanþroska kvelja? Getur þú auðgazt af örlögum þeim, sem ofdrykkjumanninum skapar? Væri ekki sæmra að vísa honum heim, er villist í myrkrin - og hrapar?

(s. 21-23)

Fleira eftir sama höfund

Glettni örlaganna

Lesa meira

Draumalandið hennar

Lesa meira

Feðgarnir á Fremra-Núpi

Lesa meira

Feðgarnir á Fremra-Núpi

Lesa meira

Hrafnhildur

Lesa meira

Hrafnhildur

Lesa meira

Höll hamingjunnar

Lesa meira

Höll hamingjunnar

Lesa meira

Við bláa voga

Lesa meira