Beint í efni

Hryggdýr

Hryggdýr
Höfundur
Sigurbjörg Þrastardóttir
Útgefandi
JPV
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Ljóð

úr bókinni

Manneskjan

virðist fljótt
á litið ekki mikið
meir en safn af
stökkum beinum,
næfur
pappírsbarki
og hálfpottshjarta
sem má ekki við miklu
má ekki út úr húsi
í golu
(teygð glær húð)
en mér finnst
rétt að taka fram, því
ég tala af reynslu, að það er
talsvert verk
að murka lífið úr mennskju

 

Fleira eftir sama höfund

Griðastaðir ljóðsins í Reykjavík

Lesa meira

Túlípanafallhlífar

Lesa meira

Sólar saga

Lesa meira

Hnattflug

Lesa meira

Verso Dove 13 (ljóð)

Lesa meira

Blálogaland

Lesa meira

To Bleed Straight

Lesa meira

Ljóð í Moord liederen

Lesa meira

Fackelzüge: Ein Liebeslied

Lesa meira