Beint í efni

Hugástir

Hugástir
Höfundur
Steinunn Sigurðardóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Ljóð

Úr Hugástum:

II

ÁSTIN er mest á morgnana
eftir morgunkaffið
áður en farið er í vinnuna.
Milli átta og hálfníu, langmest. Þá eru faðmlög heitust, áður en
                  dagurinn tvístrar.

---

ÖRVÆNTINGIN er sárust síðdegis
um sexleytið.
Framtíð gliðnar frá fortíð,
á milli er andartak, fyrir kvöldmat. Það er þá sem menn stytta sér
                           aldur, einmitt þá.

---

DAUÐINN sjálfur er mestur að morgni, fyrir dögun, eftir langa nótt, þegar fólk gefst upp fyrir sjúkdómum með latneskum nöfnum sem gætu sómt sér á blómi. Eða ellin leggur að velli með hælkrók, eftir leiðindaglímu.

Í fyrstu skímu lengist snyrtileg röðin á bakka móðunnar
                                               miklu.

Allra þjóða menn hinkra í suddanum
vegmóðir, hálfvegis fegnir.
Láta ekki á því bera, skima
eftir ferjumanni, segja sem fæst. Umræðuefnin tæmd
og tungumálaerfiðleikar.

(11-12)

Fleira eftir sama höfund

Tidstjuven

Lesa meira

Tidsrøveren

Lesa meira

Hundrað dyr í golunni

Lesa meira

Gletschertheater

Lesa meira

Frænkuturninn

Lesa meira

Frænkuturninn

Lesa meira

Fiskarnas kärlek

Lesa meira

Fiskenes kærlighed

Lesa meira

Hálfdan Fergusson lämnar livet på jorden

Lesa meira