Beint í efni

Í gylltum ramma. Saga Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu

Í gylltum ramma. Saga Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu
Höfundur
Jón Hjartarson
Útgefandi
Æskan
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ævisögur og endurminningar


Úr Í gylltum ramma:

Það brakaði í hausnum á þeim

 
Það var mikið í tísku að fara á kaffihús, þegar ég var í leiklistarskólanum. Við skólafélagarnir fórum oftast á Mokka, síður á Laugaveg 11. Sá frægi staður var þá mikið í tísku. Krakkarnir úr skólanum fóru oft þangað og fengu sér kaffi. Það var hins vegar ekki óalgengt að menn væru með pyttlur undir borðum og bættu sopa úr þeim í kaffið sitt. Þá voru engar krár og vínveitingar ekki leyfðar nema á fínni veitingahúsum.
  Það var ekki laust við að ég væri hrædd við skáldin á Laugavegi 11, sérstaklega ef menn voru í því. En vinkonurnar vildu stundum kíkja þangað inn. Og auðvitað bar maður höfuðið hátt. En mér leið ekki vel þarna inni og notaði oft afsakanir á borð við: „Frænka mín bíður eftir mér, ég verð að fara“ til þess að stinga af. Skáldin og menningarvitarnir höguðu sér og töluðu óskaplega spekingslega. Þeir voru svo gáfaðir að það brakaði í hausnum á þeim.“

(s. 30)

Fleira eftir sama höfund

Ég stjórna ekki leiknum

Lesa meira

Nornin hlær

Lesa meira

Nornin hlær

Lesa meira

Tröllið týnda

Lesa meira

Brú til betri tíða

Lesa meira

„Leikhús í kreppu“

Lesa meira

Stykkið

Lesa meira

Lengra en nefið nær

Lesa meira

Leiðin að lindinni

Lesa meira