Af bókarkápu:
Þessi bók er ævintýri líkust, saga eins mesta og einkennilegasta listamanns, sem uppi hefur verið hér á landi, í meðferð höfundar, sem skrifar svipmestan og hugmyndaríkastan stíl sinnar kynslóðar. Thor rekur sögu Kjarvals, lýsir háttum hans og list á afar persónulegan hátt, gerir hvert smáatriði lifandi og sögulegt, þó að stíllin sé yfirleitt hraðari en oft endranær í verkum hans. Að miklu leyti er bókin sprottin af nánum kynnum þassara manna, löngum samtölum þeirra og ferðalögum saman. Yfirleitt er bókin engin annarri lík, sem vænta má, þegar þessir menn lögðu saman.
Bókina prýða margar af hinum listrænu ljósmyndum, sem Jón Kaldal tók af Kjarval.