Beint í efni

Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Sögur

Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Sögur
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Smásögur

Úr Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum:

Ævintýri af konu, húsi og smið [brot]

Um mánaðamótin ágúst og september árið 1900 dreymdi trésmið alþjóðlegan draum: honum þótti hann standa nakinn á torgi í stórborg um miðjan dag.
Það er sagt að yfirleitt nái þessi draumur ekki lengra, mannfjöldinn streymir hljóðlaust framhjá á báða bóga með flöt og sviplaus andlit eins og diska á rönd án þess að gefa manni minnsta gaum. Í þetta sinn bar nýrra við. Allt í einu tók smiðurinn eftir svartklæddri konu sem horfði á hann álengdar undan svartri parasól.
Væri leið að gera sér í hugarlund hvaða almenna eða kynferðislega merkingu hugtakið að vera staðinn að verki hafði í þá daga? Næstu nótt dreymir smiðinn aftur sama draum. Á þriðja degi beið hann ekki boðanna en hófst handa eins og lengi var í minnum haft í þorpinu.
Haustið var milt. Með dálítið ótryggu og drykkfelldu liði sem smiðurinn stjórnaði harðri hendi tókst honum á nokkrum vikum að reisa sér timburhús í hálsunum vestan þorpsins. Svo mikil var alvara smiðsins að jafnvel kona hans lét fyrirtækið afskiptalaust og bjó áfram í torfbæ þeirra frammi á sjávarbakkanum án þess að koma við sögu. Smiðurinn greiddi ekki verklaun og kaupmaðurinn lánaði honum timbur til mikillar undrunar fyrir þorpsbúa sem þekktu kaupmann sinn fremur af góðvild en stórhug eða léttúð. Þannig hófst timburhúsaöld á staðnum; engin slík hús vóru fyrir nema verzlunar- og kaupmannshús. Nú byrjar atvinna við húsbyggingar en smiðurinn sinnir henni ekki. Menn sem höfðu unnið með honum við hús hans vestur í ásnum fóru að krefja hann hins sama á móti en smiðurinn kom sér undan. Menn nöldruðu að vísu en sú kynslóð sem þekkti engan heiðarleik nema í fjármálum var ekki tekin við í landinu og flestir sáu þessa hluti í öðru ljósi. Enda þótt þeir vissu ekki lengur hvaða goðum smiðurinn hafði að gegna lá í augum uppi að honum var ekki sjálfrátt.

s. 83-85

Fleira eftir sama höfund

Smásaga í Kalkül & Leidenschaft

Lesa meira

Ehrengard

Lesa meira

Voices from Across the Water

Lesa meira

New York

Lesa meira

Rós til Emilíu

Lesa meira

Ofurskipulagning

Lesa meira

Rússland undir hamri og sigð

Lesa meira

A note about the author

Lesa meira