Beint í efni

Krókaleiðir

Krókaleiðir
Höfundur
Ari Trausti Guðmundsson
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Akranes
Ár
2006
Flokkur
Ljóð

úr bókinni

Undarlegt vor

Þokuflygsur tætast af fjallabrúnum
sjö pílviðartré svigna í áköfum vindi
svölurnar eru hættar leikandi steypiflugi.

Undir skrjáfi í sölnuðu laufi
gengur gömul svartklædd kona til kirkju við Plaça Major
blind með hvít augu.

Þar inni er fúkkalykt
en hverjum er ekki sama?

Það er gjörðin sem gildir
þegar gengið er inn miðskipið.

Gamla konan hlustar á vindinn
bendir á gólfið með staf sínum
þar sem rauðir mósaíkhanar
hafa legið greyptir öldum saman.

Hverjum galar haninn ef ekki okkur
á svona vori 
tautar hún.

Vindurinn gnauðar og svölurnar bíða átekta.

Fleira eftir sama höfund

Landið sem aldrei sefur

Lesa meira

Eyjafjallajökull : Der ungezähmte Vulkan

Lesa meira

Pakistan

Lesa meira

Bólivía

Lesa meira

Maðurinn sem deildi vötnum: saga frá Tíbet

Lesa meira

Veröld í vanda: umhverfismál í brennidepli

Lesa meira

Íslenskur jarðfræðilykill

Lesa meira

Gagnvegir - um víða veröld: frásagnir af ferðalögum og lærdómum

Lesa meira