Beint í efni

Kvæði 84

Kvæði 84
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1984
Flokkur
Ljóð

Úr Kvæðum 84:

Daglegt líf fyrir sextíu árum I

tvisvar
var systirin leidd fyrir rétt
hlaut vægan dóm, í byrjun júní

söngleikar
í Iðnó tæmdu vitund
almennings hvað eftir annað

bróðirinn
dó ríkur eftir langdregið vor fyrr eða síðar
í símskeyti frá Argentínu

héðan séð
lítur vorið þegar kona drap bróður sinn
á Grettisgötunni þannig út:

tilfinningalíf
fólksins breiðist út, eyðileg
byggðin þéttist í sólskininu.

(s. 40)

Fleira eftir sama höfund

Hvað eru jákvæðar bókmenntir?

Lesa meira

Frá íslenzkri bókaútgáfu 1958

Lesa meira

Áleitnasta viðfangsefni samtímans: Kristján Albertsson: Hönd dauðans

Lesa meira

Fáein orð um vandkvæði íslenzkra gagnrýnenda

Lesa meira

Hinir 30 silfurpeningar: Kristján Bender: Hinn fordæmdi

Lesa meira

Formálsorð

Lesa meira

Formáli

Lesa meira

Frá íslenzkri bókaútgáfu

Lesa meira

Glæparit

Lesa meira