Beint í efni

Leikritin Djöflaeyjan og Íslenska mafían

Leikritin Djöflaeyjan og Íslenska mafían
Höfundur
Kjartan Ragnarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Leikgerðir

Ásamt Einari Kárasyni. Meðútgefandi: Leikfélag Reykjavíkur.

Úr leikritinu Djöflaeyjan:

Skipsflaut kveður við. Fólk er veifandi uppá einhvejru sem gæti líkst skipi. Landgangur liggur þar uppá.

EINHVER: Bless mamma!
GÓGÓ: Bless börnin mín! See you lanter! Bye bye!
RADDIR: Bless mamma! Bless mamma!
Það er mistur yfir sviðinu. Óraunsæ ljós. Skipsflaut breytist í öldunið. Fólkið gengur frá landganginum. Það er einsog skipið fari. Ljósabreyting: Myrkur. Kveikt á einni týru: eldspýtu.
1. LEIKARI: Ljós í myrkrinu. Allt í kringum gamla húsið voru braggar. Ljós kvikna í myrkrinu sem liggur einsog biksvört slæða yfir tímanum og kaldri jörðinni.
2. LEIKARI: Vindurinn næðir af jökultindum.
3. LEIKARI: Bylgjur úthafsins brotna með þungum dyn á ströndinni. Og þarna er ljósið: í gluggum þessa gráa húss.
4. LEIKARI: Sem hét Gamla húsið alveg frá þeim degi þegar það reis upp af mölinni.
5. LEIKARI: Gamla húsið iðaði af lífi.
Krakkar hlaupa um. Börn gamla hússins: Baddi, Dollí og Danni.
5. LEIKARI: Matarilmur í eldhúsinu. Blússhiti á ofnunum.
LÍNA: Spaðaátta, laufagosi, tvistur...
1. LEIKARI: Í einni stofunni stigu harmonikkutónar fjörugan vals. Fjölskyldunni óx ekkert í augum, enda áleit hún veröldina heimili sitt.
BADDI: Pabbi, gemmér pening!
DOLLÍ: Amma! Hvar er kók?
1. LEIKARI: Og ók á risastórum krómuðum vængjabílum, mesta afreki vestrænnar iðnaðarframleiðslu.
Kona er komin á pallinn til Línu gömlu þarsem hún situr við borðið. Lína er að spá í bolla fyrir konuna.
LÍNA: Ég sé ferðalag, langt ferðalag.
DANNI: Amma mín. Veistu, hérna, fyrirgefðu, hvar eru hreinar buxur?
LÍNA: Sérðu ekki að ég er að spá fyrir konunni? Hvaða andskotans læti eru þetta? Við konuna. Bíddu góða! Hérna sé ég veikindi, mikil veikindi.
KONA: Guð og Jesús! Er það ég?
LÍNA: Nei, það ert ekki þú. En eihver sem stendur nærri þér. Hún tautar Fussa að glyssu gormi. Reki og hreki hið ragasta gauð í remmugorminn garma. Velli og bulli villu þollur.
DOLLÍ: Kemur til ömmu sinnar. Er heimurinn að farast?

Fleira eftir sama höfund

The Missing Teaspoon

Lesa meira

Rauða spjaldið

Lesa meira

Tvö hús

Lesa meira

Týnda teskeiðin

Lesa meira

Ekki seinna en núna

Lesa meira

Ofvitinn

Lesa meira

Land míns föður

Lesa meira

Land míns föður : Leikrit með söngvum

Lesa meira