Úr bókinni:
Loks kom útvarpið í dalinn, fleiri dagblöð. Seinna óskýrt sjónvarp. Allt birtist hljóðlega eins og byggðakreppan. Látleysi tímans, skrifaði ég í gluggamóðu.
Í kapp við fyrstu gráu hárin í spegilmyndinni risu ný vonarhús; kom ástin. Táknmál þitt varð mitt. Þú sem hvorki gast heyrt né talað gafst mér tímann. Birtist alkomin vorið eftir að við jarðsettum mömmu.
(12)