Beint í efni

Ljóðorkulind

Ljóðorkulind
Höfundur
Sigurður Pálsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Ljóð

Þriðja ljóðorku-bókin, hinar fyrri eru Ljóðorkusvið og Ljóðorkuþörf.

Úr Ljóðorkulind:

Ofsókn

Aldrei fara inn um framdyr
bakdyralausra húsa

Sjá í gegnum einkaspæjara
jafnvel þá sem tala
í falsettu til þess að láta alla halda
að þeir séu dreifbýlismenn

Ganga inn í dimmt herbergi
þá sést hún allt í einu

gleymskunnar bráð

Sólargeislar inn
um skotraufirnar

Úti fyrir gengur minnið
ljósum logum

(44)

Fallbyssuskot á hádegi

Klukkan tólf
alltaf klukkan tólf
er henni fagnað
með fallbyssuskoti
þegar hún sest
í hásætið
í hásuðri

Sólinni

fagnað
með einu fallbyssuskoti
sem við heyrum ekki

Sjáum ekkert nema
ósýnilegar dyr
ósýnilega glugga
galopna

og það tekur bergmálið
af drynjandi fallbyssuskoti
allt síðdegið að deyja alveg út

(34)

 

Fleira eftir sama höfund

In forma di parole

Lesa meira

Soir de printemps à Reykjavík

Lesa meira

Ljóð í Programme des Boréales de Normandie, 2ème Festival d'art et de littérature nordiques

Lesa meira

Ljóð í Action Poétique

Lesa meira

Ljóðtímasafn

Lesa meira

Ljóðlínusafn

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Ljóð í The Postwar Poetry of Iceland

Lesa meira