Beint í efni

Músin sem gelti á alheiminn

Músin sem gelti á alheiminn
Höfundur
Russell Edson
Útgefandi
Bókasmiðjan
Staður
Selfoss
Ár
2014
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Úrval af prósaljóðum Russell Edson, valin og þýdd á íslensku af Óskari Árna.

Óskar skrifar auk þess inngang.

Úr Músinni sem gelti á alheiminn

Hjólbörurnar

Þau áttu margar kýr sem dreifðust um engin eins og þungbúin ský.

En þau áttu engar hjólbörur. Þau sökktu sér ofan í vörulista og báðu til guðs.

Þegar þau voru farin að örvænta um framtíðina bundu þau hjól um framfæturna á einni kúnni; tveir kraftakallar lyftu afturlöppunum og óku henni um bæjarhlaðið.

Hinar kýrnar, sem höfðu aldrei séð hjólbörur, litu við og horfðu á. Svo litu þær undan og dreifðust eins og ský um engin …

(23)

Fleira eftir sama höfund