Músin sem gelti á alheiminn
Lesa meira
Músin sem gelti á alheiminn
Í prósaljóðinu „Auða bókin“, í Músin sem gelti á alheiminn, segir eiginmaðurinn við konu sína: „Bókin er auð.“ Konan svarar: „Skondið atvik henti mig á leið til líðandi stundar. Ég var að hrista bókina til að losna við prentvillurnar og allt í einu duttu öll orðin og greinarmerkin úr henni“ (20). Einhvernveginn á þann veg er nálgun höfundarins Russells Edsons á alheiminn, en þó sérstaklega veruleikann og bókmenntirnar; hann hristir allt í burt og byrjar svo með auða bók þar sem hann býr til nýjan alheim.