Beint í efni

Neistaflug

Neistaflug
Höfundur
Tracy Chevalier
Útgefandi
Jentas
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Skáldsagan Burning Bright eftir Tracy Chevalier í þýðingu Sölva Björns.

Úr Neistaflugi

„Eru þetta allir hlutirnir ykkar?“ spurði Maggý og nikkaði í átt að kerrunni.
„Meirihlutinn,“ svaraði Maisie, „Við skildum eitthvað eftir hjá Sam - hann er eldri bróðir okkar. Hann varð eftir. Og - ja - við áttum bróður líka, en hann dó fyrir ekki svo löngu. Svo ég hef bara átt bræður sko, þótt mig langaði alltaf í systur. Átt þú systur?“ 
„Nei, bara bróður.“
„Við höldum að okkar muni bráðum gifta sig, er það ekki, Jem? Lissý Miller - hann er búinn að vera með henni í alveg mörg ár.“
„Komdu Maisie,“ greip Jem fram í, tregur til að gera fjölskylduhagina svo opinbera. „Við skulum fara með þetta inn.“

-----

Reyndar hvatti systir hans Maggý til að staldra lengur við með því að kalla í átt til hennar þegar þau Jem gengu að húsinu með stólamótin rúlluð upp á handlieggina: „Hvað heitirðu?“
„Maggý Butterfield.“
„Ó, svo þú heitir líka Margaret! Er það ekki sniðugt, Jem? Fyrsta stelpan sem ég hitti í London heitir það sama og ég!“
Jem velti því fyrir sér hvernig eitt og sama nafnið gæti átt við tvær jafn ólíkar stúlkur. Þótt Maggý notaði enn ekki lífstykki eins og Maisie var hún íturvaxnari og spengilegri, þrýstin eins og ferskja, en Maisie var mjóvaxin með beinabera ökkla og úlnliði. Þótt þessi Lambethstelpa vekti áhuga hans treysti hann henni ekki. Hún gæti jafnvel stolið einhverju, hugsaði hann með sér. Það er eins gott að fylgjast með henni.

(bls. 26-27) 

Fleira eftir sama höfund

Stúlka með perlueyrnalokk

Lesa meira