Neistaflug
Lesa meiraStúlka með perlueyrnalokk
Lesa meira
Stúlka með perlueyrnalokk
Það sem er kannski mestur vandi við að semja sögulegar skáldsögur er að finna sjónarhorn á þá atburði sem lýst er. Hefðbundin mikilmenni sögunnar eru oft svo yfirþyrmandi í stærð sinni og sögurnar sem til eru af þeim svo margar að það kaffærir sögur að hafa þær í miðpunkti, það verður ekkert rými til að skálda. Algeng aðferð til að komast hjá þessum vanda er sú að gera óþekktar eða tilbúnar persónur sem standa í nánu sambandi við fræga einstaklinga að aðalpersónum og lýsa heimi fortíðarinnar frá sjónarhóli þeirra sem eru í aukahlutverki í mannkynssögu mikilmennanna.