Beint í efni

Ofviðrið

Ofviðrið
Höfundur
William Shakespeare
Útgefandi
Moli
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Þýðing Sölva Björns á leikriti Shakespeares The Tempest, Sölvi skrifaði einnig eftirmála. Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 29. desember 2010.

Úr Ofviðrinu

Kalíban: Ég vil frið til að éta.
Eyjan er mín - ég sver við Sýkórax, mömmu:
þú tókst hana frá mér. Fyrst er þú komst hingað
var gaman hjá Kalíban, gælur hann fékk og þú
gafst honum vatn með berjum og kenndir honum
að nefna stóra ljósið og ljósið smáa,
sem loga um dag og nótt. Ég elskaði þig
og sýndi þér allt sem eyjan geymir fagurt.
Lindirnar, sjódýin, auðnir og elskuskóga.
Bölvaður sé ég fyrir! Á ykkur skal falla
allt fláræði og kukl frá Sýkórax - pöddur og skriðdýr -
því ég, sem áður var eigin kóngur hér,
er ykkar þjóð í heild og þið fjötrið mig
á þessum grjóthaug og haldið frá mér fögru
eyjunni minni.

Prosperó: Mörður og lygaþræll,
sem frekar vilt láta flengja þig en blíðka
og skjöplast um með skít í sálarstað,
ég gaf þér manndómslíf, og laun þín voru
að reyna að nauðga dóttur minni.

Kalíban:
Ó hó, ó hó! Það hefði betur orðið!
Þú spilltir því, og þar með margföldun
af Kalíbönum á eynni.

Míranda: Ógeðsþræll,
sem hrekur burt öll gæfumerki en gleðst
í smán og skít, ég tók þig að mér, eyddi
degi eftir annan dag í lærdóm þinn,
og kenndi þér orð og fullt af fínum hlutum,
svo þú sem skildir ekki eigið hrín
og ældir drullu úr kokinu á þér, lærðir
að gefa hlutum orð. En skítlegt eðlið
var skítlegra en svo að hjálp mín hrykki til
að gera þig húsum hæfan; þvi´er rétt
að láta þig dúsa hér á hörðu grjóti.
Að fara í grjótið er skárra en þú átt skilið.

Kalíban:
Þú kenndir mér að kasta upp orðum, fínt.
Nú blóta ég líka: blóðug uppköst með kekkjum
rign'yfir þig fyrir það!

Prosperó: Æ, galtargerpi
með brodda í pungnum, hunskastu eftir hrísi,
og hafði vit á að gegna. Ertu með skæting?
Skriðpadda! Ef þú þráast við eða þrjóskast
við þínar skyldur, krem ég hverja taug
og öll þín bein, svo þú emjar skóginn tóman
og allar skepnur flýja hrópin.

Kalíban: Nei,
ég verð að gegna, galdur hans er slíkur
að guðinn Setebos, guð móður minna,
yrði barinn þræll hans.

Prosperó: Svo hunskastu, þræll. Kalíban fer

(bls. 22-3)

Fleira eftir sama höfund

Óþelló

Lesa meira

Hinn alveg frábæri og hræðilegi harmleikur um Rómeó og Júlíu

Lesa meira

Lér konungur

Lesa meira