Beint í efni

Orðræða um skuggann

Orðræða um skuggann
Höfundur
Jóhann Hjálmarsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Af bókarkápu:

Orðræða um skuggann er sjötta þýðingasafn Jóhanns Hjálmarssonar og er vissulega bók sem lyftir lesendum á flug, bæði í tíma og rúmi. Elstu ljóðaþýðingarnar eru allt að hálfrar aldar gamlar en margar eru þó gerðar á seinni árum. Og jarðvist höfunda nær allt aftur til níundu aldar þótt flestir séu fæddir á síðustu öld. Ferðast er heimshorna á milli, allt frá Argentínu til Írak og frá Samalandi til Kína, og staldrað við hjá ýmsum eftirminnilegum perlum skáldskapargyðjunnar.

Úr bókinni:

Takmarkanir

Það er lína hjá Verlaine sem ég kem aldrei til með að muna,
það er gata í nágrenninu sem er forboðin skrefum mínum,
það er spegill sem hefur litið mig í síðasta sinn,
það eru dyr sem hafa lokast að baki mér allt til enda veraldar.
Í bókasafninu mínu (ég virði það fyrir mér)
eru bækur sem ég mun aldrei opna á ný.
Í sumar verð ég fimmtugur:
Dauðinn vinnur sleitulaust á mér.

(eftir Jorge Luis Borges, s. 11)



 

Fleira eftir sama höfund

Til landsins: Ísland í ljóðum sautján nútímaskálda

Lesa meira

Ginsberg og Beat kynslóðin

Lesa meira

Ákvörðunarstaður myrkrið

Lesa meira

Trúarleg ljóð ungra skálda

Lesa meira

Gluggar hafsins

Lesa meira

Frá Umsvölum

Lesa meira

Harpkol är din vinge

Lesa meira

Hljóðleikar

Lesa meira

Ishavets bränningar

Lesa meira