Beint í efni

Róbinson Krúsó snýr aftur

Róbinson Krúsó snýr aftur
Höfundur
Einar Már Guðmundsson
Útgefandi
Iðunn
Staður
Ár
1981
Flokkur
Ljóð

Úr Róbinson Krúsó snýr aftur :

in memoriam

nú eruð þið horfnar
einsog lýsispillurnar sem þið gleyptuð
í upphafi annarrar kennslustundar
horfnar einsog krítin af töflunni
enginn til að hlýð’ykkur yfir
eldhúsverkin innkaupin og kílóin
 á vigtinni

en þó hefur borið svo við
að ég hef séð ykkur á innsíðum blaðanna
þar sem veruleikinn árnar heilla
í hvítu skarti með rótlaus blóm &
hringa sem eitt sinn glitruðu í gullnámu

og þegar þið hittist
eftir margra ára fjarveru yfir götóttum
minningum í ullarkápunum vinsælu getiði
séð að þó vegir lægju til allra átta
lentuð þið allar á sama stað
 í einsemd eyðublaðanna
í friðsamlegri sambúð raðhúsanna
þar sem hugur ykkar í sófasettinu
framkallar myndir sem aldrei voru teknar

Fleira eftir sama höfund

Fotspor på himmelen, Drömmer på jord, Navnlöse veier

Lesa meira

Bankastræti núll

Lesa meira

Orme nel cielo

Lesa meira

Et vous, vous continuez à écrire, non?

Lesa meira

Les voies du Seigneur

Lesa meira

Et vous, vous continuez à écrire, non ?

Lesa meira

Englar alheimsins á kóreönsku

Lesa meira

Hvíta bókin

Lesa meira

Navnløse veje

Lesa meira