Beint í efni

Sæluríkið

Sæluríkið
Höfundur
Arnaldur Indriðason
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Sæluríkið er glæpasaga um brostna drauma, hugsjónir á villigötum og kalda grimmd – og fólk sem á stórra harma að hefna.

Við Hafravatn finnst ferðamaður látinn með áverka á höfði. Þegar ljóst verður að hann er í raun íslenskur og kom við sögu hjá lögreglunni þegar félagi hans hvarf nokkrum áratugum fyrr fer Konráð að grufla í samhengi hlutanna. Hans eigin fortíð blandast þar inn; umtalað morðmál frá áttunda áratugnum veldur uppnámi innan lögreglunnar og fornvinur hans, Leó, er farinn í felur. Um leið leitar tíðarandi kalda stríðsins á huga Konráðs, andrúmsloft samfélags í fjötrum sem litaðist af heift og flokkadráttum.

Sæluríkið er 27.  skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar sem hafa verið þýddar á tugi tungumála og selst í nær tuttugu milljónum eintaka um heim allan.

Úr bókinni

   - Manstu eftir Síldarútvegsnefnd? spurði hann.
   - Ég man eftir að hafa heyrt af fyrirbærinu, sagði Marta. Hvað með hana?
   - Um þetta leyti, um sama leyti og Pétur hvarf, dó maður úr nefndinni einhvers staðar í Austurríki. Maður að nafni Friðgeir.
   - Og?
   -Og ekkert. Ég vildi bara nefna þetta. Ég veit ekki hvort það hefur einhverja merkingu. Nema auðvitað ef Rússar blandast í þetta, þá ... ég veit það ekki. Síldarútvegsnefnd fór reglulega til Moskvu. Sat þar langa fundi um síldarsölu og olíukaup. Var í samskiptum við Rússana. Ef þetta snýst um njósnir ...
   - Hvernig dó hann, þessi maður?
   - Enga hugmynd.
   Marta hristi höfuðið.
   - Konni, Síldarútvegsnefnd? Gamlar Lödur?
   Konráð yppti öxlum.
   - Ég veit það, vinan, en þetta er Ísland. Það er enginn James Bond í þessu.
   - Farðu að sofa, sagði Marta. Hættu þessari vitleysu.
   Konráð gafst upp, þakkaði henni fyrir vonda vínið og kom sér í Árbæinn. Marta hafði oft reynst honum haukur í horni. Hann hafði beðið hana að skilnaði að láta sig vita ef hún hleraði eitthvað um rannsóknina á líkamsárásinni á Hendrik en fengið lítil viðbrögð.
   Hann renndi upp að húsinu í Árbænum, drap á bílnum og sat góða stund í sætinu og lét hugann reika um handboltamenn og rússneska togara og samverkamenn og pólítískar trúarkreddur án þess að fá nokkurn botn í þær hugleiðingar. Hann hugsaði um Leó og frændur hans og komst heldur ekki að neinni niðurstöðu í því máli.
   Hann ætlaði að drífa sig inn og var að stinga lyklinum í skrána þegar hann heyrði þrusk úti í nóttinni.
   - Er hann dáinn? var hvíslað.

(s. 214)

Fleira eftir sama höfund

Vinterstaden

Lesa meira

Silence of the Grave (hljóðbók)

Lesa meira

Einvígið

Lesa meira

Frostnacht

Lesa meira

La voix

Lesa meira

Mocvara

Lesa meira

Smrtící intriky

Lesa meira

Voices (með stóru letri)

Lesa meira

Einvígið

Lesa meira