Beint í efni

Sigurverkið

Sigurverkið
Höfundur
Arnaldur Indriðason
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Sigurverkið er söguleg skáldsaga sem gerist á sunnanverðum Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn á 18. öld og lýsir örlögum alþýðufólks og valdinu sem það er undirselt.

Íslenskur úrsmiður situr í höll Danakonungs og gerir upp forna glæsiklukku. Kvöld eitt rekst sjálfur einvaldurinn, Kristján sjöundi, inn til hans; að nafninu til enn höfuð ríkisins en þykir ekki með öllum mjalla og hefur verið ýtt til hliðar af syni sínum og hirð. Þeir taka tal saman og svo fer að úrsmiðurinn rekur fyrir hátigninni dapurlega sögu föður síns og fóstru sem tekin voru af lífi að skipan fyrri konungs, föður Kristjáns.

Arnaldur Indriðason hefur verið vinsælasti höfundur landsins í áratugi. Sigurverkið er tuttugasta og fimmta skáldsaga hans og hér fetar hann nýja slóð, því bókin er að hluta byggð á raunverulegum atburðum og persónum.

 

 

Fleira eftir sama höfund

Todeshauch

Lesa meira

Glasbruket

Lesa meira

Grafarþögn

Lesa meira

Hiver Arctique

Lesa meira

L´homme du Lac

Lesa meira

La Femme en vert

Lesa meira

Manden i søen

Lesa meira