Smásagan Sjö á landi, sjö í sjó í norskri þýðingu Tone Myklebost. Birtist í bókinni Kulens side. Islandske noveller for barn og ungdom. Sögurnar eru 14, eftir jafnmarga höfunda og eiga það sameiginlegt að fjalla um Ísland og íslenska samtíð með vísunum í gamla tíma, þjóðtrú, norræna goðafræði og ævintýri.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ólafur Haukur Símonarson og Þorgerður E. Sigurðardóttir völdu sögurnar og ritstýrðu.