Beint í efni

Skandar og draugaknapinn

Skandar og draugaknapinn
Höfundur
A.F. Steadman
Útgefandi
Benedikt bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Barnabækur,
 Unglingabækur

Um bókina

Ævintýrið um Skandar og einhyrningana heldur áfram. Skandar hefur uppfyllt drauma sína og er orðinn einhyrningaknapi og þjálfari. En ógnin er aldrei fjarri og þegar hann og félagar hans hefja sitt annað ár á Eyjunni blasir við þeim ný og ófyrirséð ógn. Getur Skandar komið í veg fyrir sjálfseyðingu Eyjunnar, áður en það er of seint fyrir þau öll?

Úr bókinni

  „Er einhver að hrista á sér fótlegginn undir borðinu?“ spurði Bobby. „Það hristist svo mikið.“

  Skandar leit niður en borðplatan virtist ekki í fókus. Stóllinn hans byrjaði að skjálfa og svo trjágreinarnar fyrir ofan þau. Epli hrundu á jörðina, fuglar flugu í stórum hópum upp frá trjátoppunum og Skandar fann ótta Skálks blandast sínum eigin.

  „JARÐSKJÁLFTI!“ hrópuðu Sara og Olu í kór. „Forðið ykkur frá trjánum!“

  Skandar og Flo hlupu niður blómskrýdda hlíðina í átt að einhyrningunum sínum. Mitchell var seinni í svifum, hann hjálpaði hinum lemstraða Jamie á fætur. Bobby var komin á bak Fálkastyggð, hún dró einn lærlinginn þangað með sér. 

  Jörðin skalf enn þegar Skandar kom til Skálks. Einhyrningurinn var mjög æstur og augun leiftruðu, rauð svört og aftur rauð. Hann sneri að trjáhúsi Shekoni-fjölskyldunnar, svart hornið benti þangað. Mitchell og Jamie voru komnir til Rauðku - hún var alveg jafnhrædd og reykur steig upp af henni. Silfurbrandur frýsaði í fjarlægð, Flo var að reyna að róa hann. Bobby og lærlingurinn fóru af baki þegar grái einhyrningurinn byrjaði að skrækja látlaust. Ofar í hlíðinni reyndi Sara að róa særðu dýrin.

  Ofboðslegur brestur kvað við. Eitt af trjáhúsum lærlinganna hafði dottir úr trénu og lá í marglitri spýtuhrúgu á jörðu niðri.

(s.92-92)

Fleira eftir sama höfund

skandar

Skandar og einhyrningaþjófurinn

Vegna þess að einhyrningar tilheyra ekki ævintýrum, þeir eiga heima í martröðum.
Lesa meira