Beint í efni

Sögur úr Vesturbænum

Sögur úr Vesturbænum
Höfundur
Matthías Johannessen
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2014
Flokkur
Ævisögur og endurminningar

Úr bókinni:

Á þessum árum var samkynhneigð tabú. Aldrei talað um hana; að minnsta kosti aldrei svo unglingar heyrðu. En þá sjaldan minnzt var á slíkt var sagt menn væru kynvilltir, sódómískir eða öfugir. Aldrei talað um lesbíur. Seinna heyrði ég að ljósan mín hefði verið lesbía, eða lessa eins og sagt var síðar, þegar fólk hætti að taka mark á páfanum og lét öðru fólki um kynhneigð sína, án þess að skipta sér af því eins og áður.

En hvað sem því líður tók ljósan vel og samvizkulega á móti mér, það vantaði ekki. Og móðir mín hélt upp á hana. Taldi sig í öruggum höndum þar sem hún var.

Og faðir minn umgekkst hana af virðingu.

Hommar voru alltaf gamlir karlar sem leituðu á unga drengi. Og væru því stórhættulegir. Ættu jafnvel heima á bálinu eins og galdrakerlingar á 16. öld. Þá snjóaði um alla norðanverða Evrópu sýnkt og heilagt. Það var kallað litla ísöld. Þá lögðust úlfar í Frakklandi á lítil börn og jöklar skriðu yfir fjalldalaþorp í Sviss.

Og galdrakerlingum var kennt um.

Já, það er rétt við drögum dám af náttúrunni, því að við erum einn þáttur hennar. En reynum sífellt að gleyma því. Teljum okkur trú uma ð við séum yfir hana hafin.

Og það er verið að hefna sín.

Veðrið smýgur inn í hugskotið og hefur áhrif á andlega líðan.

Í dag er grámygla úti. Alskýjað regnteppi liggur yfir borginni, samt rignir ekki. Hugur minn tekur lit af veðrinu, ég er í gráu skapi. Ég er eiginlega hálfdapur.

(37)

Fleira eftir sama höfund

Sverrir Haraldsson

Lesa meira

The Naked Machine

Lesa meira

Ljóð í The Postwar Poetry of Iceland

Lesa meira

Three Modern Icelandic Poets

Lesa meira

Gullna hliðið

Lesa meira

Hugleiðingar og viðtöl

Lesa meira

Hundaþúfan og hafið : Matthías Johannessen ræðir við Pál Ísólfsson

Lesa meira

Fjaðrafok og önnur leikrit

Lesa meira

Fra Hav til Jökel : Af Islands moderne lyrik

Lesa meira