Beint í efni

Sú dimma raust: Leikarinn, óperusöngvarinn og hrossabóndinn Jón Sigurbjörnsson

Sú dimma raust: Leikarinn, óperusöngvarinn og hrossabóndinn Jón Sigurbjörnsson
Höfundur
Jón Hjartarson
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Ævisögur og endurminningar


Úr Sú dimma raust:

  „Ég var með harmónikuna með mér og í lok sláturtíðarinnar var haldið ball í sláturhúsinu á Borðeyri og þar spilaði ég. Þá var ég farinn að „praktísera“. Það var sums staðar dansað í sláturhúsunum. Ég man að ég spilaði til dæmis á balli í sláturhúsinu á Grund í Kolbeinsstaðahreppi. Fólk dansaði af lífi og fjöri undir bitunum þar sem dauðir skrokkarnir höfðu hangið. Ef slagsmál hefðu brotist út, eins og stundum kom fyrir, hefði einhverjum verið í lófa lagið að hengja bara andstæðing sinn upp á einn krókinn og láta hann dingla þar ósjálfbjarga eins og hvern annan kjötskrokk.
  „Ég var búinn að æfa stórt prógramm af danslögum til þess að geta spilað á böllunum. Maður varð að geta spilað klukkustundum saman. Þetta voru slagarar þess tíma. Fólk vildi heyra dægurlög sem voru vinsæl þá eins og „Jósep, Jósep, bágt ég á að bíða“, „Lambeth walk“, „It's a Long Way to Tipperary“, „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“ ... Ef fólk kunni textann söng það með. Maður þandi bara nikkuna viðstöðulaust og barði hægri löppinni í gólfið. Ég sparkaði taktinn alltaf með, það kom í staðinn fyrir „bítið“. Sums staðar var spilað á tvær harmónikur á dansleikjum og upp úr þessu fóru trommurnar að koma til sögunnar. En ég notaðist bara við löppina.“

(s. 45)

Fleira eftir sama höfund

„Leikhús í kreppu“

Lesa meira

„Brokkgeng saga leikhúsmála“

Lesa meira

Fróðárundrin

Lesa meira

„Óendanleikinn í þeirri fjórðu: fáein orð um leikverk Halldórs Laxness“

Lesa meira

„Fallegt að leyfa sér að vera ljótur: viðtal við Katrínu Hall“

Lesa meira

„Urðum að láta eins og þetta myndi reddast: Jón Hjartarson rabbar við Hilmar Jónsson leikstjóra um leikhúsævintýrið í Hafnarfirði“

Lesa meira

„Þjóðleikhússtjóri Norður-Noregs“

Lesa meira

„Leikarar fara á kostum í góðum verkum : opnuviðtal við Jón Sigurbjörnsson“

Lesa meira

„Leikhússumarið mikla“

Lesa meira