Úr bókinni:
Til að byrja með þótti mér erfitt að vera undir stöðugu eftirliti. Þetta er svipað og að halda heimili með CIA og KGB. Húsið okkar er á þremur hæðum með mörgum herbergjum. Engumáli skipti í hvaða herbergi eða á hvaða hæð ég flúði, Ugla og Fóa fundu mig strax, smeygðu sér inn í herbergið, renndu sér á bak við stól eða undir sófa, létu lítið fyrir ´ser fara tila ð byrja með, en svo skyndilega stungu þær fram kollunum, smelltu á mig brosum, dilluðu rófunum, og áður en við var litið höfðu þær svo hlunkað sér niður alveg við tærnar á mér.
- Af hverju eltiði mig um húsið? spurði ég.
- Við erum ekki að elta þig.
- Víst eltiði mig.
- Okkur þykir bara svo gott að vera í sama herbergi og þú.
- Er ég þá svona skemmtilegur?
- Nei, ekki beint, en það er enginn annar heima.
- Er ég það skásta sem býðst?
- Þú ert alveg ágætur, sérstaklega þegar þú ferð með okkur í göngutúr.
- Ég er sem sagt nothæfur í gönguferðir?
- Það er líka gott þegar þú sýður ýsu!
- Ekki orð um ýsuna við Gullu! Það kostar tvöþúsundkall kílóið af ýsunni.
- Nei, nei, við kjöftum ekki frá. Ýsan er rosalega góð!
(18-9)