Beint í efni

Undir mjúkum væng : Myndir úr dagbók

Undir mjúkum væng : Myndir úr dagbók
Höfundur
Matthías Johannessen
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Matthías Johannessen sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók árið 1958 og nú, 65 árum síðar, er hann enn að.

Undir mjúkum væng hefur að geyma nýjustu ljóð hans sem ort eru á undanförnum misserum. Þröstur Helgason bjó til prentunar.

Úr bókinni

HEIMKYNNI HRAFNSINS

Beinin hafa verið sett
saman og turnarnir sjást
úr öllum áttum. Senn
koma húsin í ljós
eins og vegaskilti sem vísa
inn í framtíð sem nú
blasir við eins og röntgenmynd
af líkama sem rís
af grunni og gleypir
athygli líðandi stundar
þar til markinu er náð,
nýrri heilsustöð sem
er upplýst tóm
fullt af iðandi ljósum
og líknandi höndum
í tvísýnu
lífs og dauða

En vængblár flögrar hrafn
við laupinn sinn og krunkar
við efstu hæð nærliggjandi krana
en það skilur enginn því að guðir
hrafnsins eru úr tízku og enginn
skilur sambandsleysið
við samfélagssáttmála
Rousseau.

Nema hrafninn.

Fleira eftir sama höfund

Sverrir Haraldsson

Lesa meira

The Naked Machine

Lesa meira

Ljóð í The Postwar Poetry of Iceland

Lesa meira

Three Modern Icelandic Poets

Lesa meira

Gullna hliðið

Lesa meira

Hugleiðingar og viðtöl

Lesa meira

Hundaþúfan og hafið : Matthías Johannessen ræðir við Pál Ísólfsson

Lesa meira

Fjaðrafok og önnur leikrit

Lesa meira

Fra Hav til Jökel : Af Islands moderne lyrik

Lesa meira