Beint í efni

Úr myrkrinu

Úr myrkrinu
Höfundur
Ragnheiður Gestsdóttir
Útgefandi
Björt
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Barnaverndarnefnd hefur fjarlægt Margréti af heimili sínu vegna vanrækslu og komið henni fyrir á heimili fyrir ungmenni í afskekktri sveit. Þegar hún uppgötvar hvað er að gerast í húsinu hinum megin við hæðina halda starfsmenn barnaverndarnefndar að hún sé að loksins að opna sig, að hún sé að vísa í eigin lífsreynslu. Því það býr ekkert barn í nágrenninu. En Margrét veit hvað hún sá. Það eina sem hún þarf er einhver sem trúir henni!

Þetta er fyrsta skáldsaga Ragnheiðar fyrir fullorðna lesendur en hún hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar ætlaðar börnum og unglingum.

Úr bókinni

  - Hvernig fannstu þessa stelpu í kjallaranum?
  - Ég fann hana ekki. Það var Snati. Hann fór að glugganum. Ætlið þið ekki að gera eitthvað? Kalla í lögguna eða eitthvað? Það má ekki fara svona með börn! Það er bannað að fara svona með börn!
  Ég horfi beint framan í Höllu og ég sá á henni að hún trúði ekki orði af því sem ég var að reyna að segja henni. Svo sagði hún, mjög rólega og blíðlega:
  - Margrét mín, herbergið þitt hjá mömmu þinni og stjúpa, það er í kjallara, er það ekki?
  Þá gat ég ekki meir. Ég byrjaði að öskra eins og hátt og ég gat. Ég veit ekki hvað ég öskraði eða hvort það voru orð, það var allt í rugli. Ég bara gargaði. Og svo komu tárin um leið og gusuðust út um augun og út um nefið. Hún trúði mér ekki og hún ætlaði ekki að gera neitt. Hún hélt ég væri klikkuð og væri að tala um sjálfa mig eða eitthvað, að ég hefði sjálf verið lokuð inni eða eitthvert djöfulsins sálfræðibull. Ég reyndi að segja nei, nei, það er ekki ég, hún er lítil og það má ekki fara svona með lítil börn, það á að passa lítil börn, en það þýddi ekki neitt. Halla fór fram og kallaði í Guðrúnu og hún kom og tók utan um mig og þá gafst ég bara upp og grét og grét og grét. Svo gáfu þær mér meira kakó og studdu mig inn í rúm.
  Ég reyndi þó. Ég reyndi að segja frá. En það þýðir ekkert þegar enginn trúir manni. Þegar fólk heldur annaðhvort að maður sé klikkaður eða bara eitthvað að ljúga til að fá athygli. Og núna reyndi ég meira að segja að segja bara frá því sem ég sá, ég var ekkert að segja eitthvað sem þær þurftu svo að geta upp á hvað ég meinti, eins og þegar ég reyndi að segja hjúkkunni í skólanum einu sinni. Hún hélt örugglega að ég væri bara að kvarta yfir því að ég fengi ekki að gera allt sem ég vildi heima hjá mér. Hún spurði mig hvort stjúpi minn og mamma væru ströng og hvort þau hefðu slegið mig og ég sagði nei, þótt þau hefðu alveg gert það einhvern tíma, en það var ekki það sem ég vildi að hún fattaði, það var alls ekki það ...

(65-66)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Fortellerstein

Lesa meira

Ef væri ég söngvari

Lesa meira

Leikur í talvi

Lesa meira

Ekki lengur Lilli

Lesa meira

Valdi og Vaskur

Lesa meira

Leikur á borði

Lesa meira

Gegnum glervegginn

Lesa meira

Myndin í speglinum

Lesa meira

Sværdbæreren (hljóðbók)

Lesa meira