Beint í efni

Valkyrjur

Valkyrjur
Höfundur
Þráinn Bertelsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Skáldsögur

Valkyrjur er glæpasaga þar sem sama lögguteymi og í bókinni Dauðans óvissi tími (2004) kemur við sögu.

Þegar Freyja Hilmarsdóttir er myrt hverfur handrit að bók sem hún er að skrifa. Bókin heitir Valkyrjur og inniheldur berorðar lýsingar fyrrverandi eiginkvenna tveggja frægra manna á hjónaböndum sínum. Hér er um að ræða Magnús Mínus, eiganda Mínus-verslananna og Minus Group, og Kjartan A. Hansen, sendiherra og fyrrum fjármálaráðherra.

Sjá umfjöllun um Valkyrjur

Úr Valkyrjum:

Skrifstofa sendiherrans var í sendiherrabústaðnum svo að þá morgna sem Kjartan lá ekki fram eftir í rúminu til að jafna sig eftir embættisskyldur frá kvöldinu áður lét hann duga að smeygja sér í slopp og inniskó meðan hann tékkaði á tölvupóstinum og íslensku fréttasíðunum.
Hann opnaði tölvuskeytin eitt af öðru, áframsendi flest þeirra til sendiráðsritarans sem sá um morgunverkin meðan starfsskyldur sendiherrans voru fremur síðdegis og á kvöldin. Hann var að því kominn að áframsenda skeyti merkt TRÚNAÐARMÁL en áttaði sig á síðustu stundu og las skeytið frá orði til orðs, þótt byrjunin væri eintóm þvæla.

Konur hafa verið neysluvara karlmanna frá alda öðli ... metnar eftir útliti en ekki manngildi ... leikföng, kynlífsþrælar og stöðutákn húsbænda sinna ... tímabært fyrir hann að endurnýja kynlífsfélaga sinn og stöðutákn - með öðrum orðum að skilja við eiginkonu sína og fá sér yngri árgerð.
Þessi algenga tegund raðkvænis ... heimilar hinum vestræna karlmanni að taka fram hjá eiginkonu sinni og stofna til lengri eða styttri kynlífssambanda með frillum og vændikonum. ... ekkert siðferðismat lagt á þessa stöðu mála ... Afskriftartími kvenna er með öðrum orðum um tveir áratugir.
Konurnar sem í þessari bók deila lífsreynslu sinni með lesendum eru Brynhildur Njarðardóttir og Svava Mist Baldursdóttir.
... eiginmennirnir fóru aftur á markaðstorgið og völdu sér ferskari, grennri og girnilegri bita.
Eiginmenn og neytendur þessara kvenna sem litu á þær sem markaðsvöru ... heita Magnús Magnússon kaupmaður og Kjartan A. Hansen stjórnmálamaður, fyrrum ráðherra og nú sendiherra.

... En með tilliti til þess að útkoma bókarinnar gæti valdið nokkrum aðilum, þar á meðal þér, sárindum, álitshnekki og jafnvel beinu fjártjóni ...
... fimmhundruð þúsund evrur sem greiðast í einu lagi innan viku ...
Allar tilraunir til þess að reyna að komast að því hver sendandi þessa skeytis er ... leiða til þess að handritið verður birt almenningi með einum eða öðrum hætti.

Þótt Kjartan A. Hansen hefði það að meginreglu í lífi sínu og starfi að fá sér ekki í glas fyrr en í hádeginu reis hann upp úr stólnum og gekk að skenknum við vegginn og hellti vodkadreitli í glas. Hann tæmdi glasið í einum teyg, hellti í það aftur, og gekk að skrifborðinu með glasið í annarri hendi en flöskuna í hinni og setti hana á borðið við hliðina á tölvunni.
Skeytið frá valkyrjurathotmail.com sendi hann áfram á netfangið daniel.dadasonatdkm.stjr.is og seildist síðan í innanhússímann.
Halló. Gefðu mér samband við dómsmálaráherrann, það er áríðandi. Mjóg áríðandi.
Dómsmálaráðherrann á Íslandi? spurði ritarinn.
Nei, á Fílabeinsströndinni, sagði Kjartan A. Hansen. Hverslags hálvitaspurning er þetta? Auðvitað vil ég fá að tala við Daníel Daðason dómsmálaráðherra á Íslandi. Er enginn hérna með fullu viti?
Svo lagði hann á og beið eftir að heyra í Daníel.
Þeir voru systrasynir.

(s. 87-89)

Fleira eftir sama höfund

Smásaga í Kalkül & Leidenschaft

Lesa meira

Englar dauðans

Lesa meira

Walküren

Lesa meira

Bertels Sohn: Ein Leben in Island

Lesa meira

Fallið : Fjölskylduleyndarmál

Lesa meira

Höllenengel

Lesa meira

Ég, ef mig skyldi kalla. Seinþroskasaga

Lesa meira

Fallið

Lesa meira

Englar dauðans

Lesa meira