Beint í efni

Vinarþel ókunnugra

Vinarþel ókunnugra
Höfundur
Ian McEwan
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

The Comfort of Strangers eftir Ian McEwan í þýðingu Einars Más.

Skáldsagan Vinarþel ókunnugra segir frá hjónunum Colin og Mary. Þau eru í sumarleyfi í Feneyjum. Þreyta er komin í sambandið - hjónin eru orðin leið hvort á öðru. Eins og fyrir tilviljun kynnast þau Ítalanum Róbert sem sýnir þeim grunsamlega mikinn áhuga - fer með þau á bar, segir þeim frá afar sérkennilegri æsku sinni og býður þeim síðan heim til sín. Hjónunum finnst eitthvað ógeðfellt við þennan mann og viðhorf hans einkennileg, en samt laðast þau að honum. Enda kemur í ljós að það er síður en svo saklaus vinátta sem býr að baki vinarþeli þessa ókunnuga manns.

Höfundurinn Ian McEwan er Breti, fæddur 1947, og gaf út sína fyrstu bók, First Love, Last Rites, innan við tvítugt. Sú bók er nú af ýmsum talin tímamótaverk í enskum bókmenntum.

Úr Vinarþeli ókunnugra

Caroline hélt aftur af flissi og veifaði litlum lykli. Robert vill mjög gjarnan að þið verðið áfram og borðið með okkur. Hann bað mig um að láta ykkur ekki fá fötin ykkar fyrr en þið hefðuð samþykkt það. Colin hló kurteislega og Mary starði á meðan Caroline lét lykilinn dingla á milli vísifingurs og þumalfingurs. Ég er að minnsta kosti mjög svangur, sagði Colin og horfði á Mary sem sagði við Caroline: Ég mundi helst vilja fá fötin mín áður en ég tek ákvörðun.

 Það er eðlilegt finnst mér líka en Robert krafðist þess. Hún varð allt í einu alvarleg, hallaði sér að Mary og lagði höndina á handlegg hennar. Gerið það fyrir mig að vera. Það er svo sjaldan sem við fáum gesti. Hún grátbað þau, augu hennar flöktu á milli andlita þeirra. Ég yrði svo glöð ef þið segðuð já. Við eldum góðan mat, því lofa ég. Og síðan bætti hún við: Ef þið farið skammar Robert mig. Gerið það.
 Svona Mary, sagði Colin. Við skulum bara vera áfram.

 Gerið það! Rödd Caroline var grimmdarleg. Mary leit upp hrædd og konurnar tvær horfðu yfir borðið hvor á aðra. Mary kinkaði kolli og Caroline, sem hrópaði upp yfir sig af ánægju, fleygði til hennar lyklinum.

(s. 84)

Fleira eftir sama höfund

Steinsteypugarðurinn

Lesa meira

Laugardagur

Lesa meira

Friðþæging

Lesa meira