Úr Vötn þín og vængur:
Hetjufjall í kápu
Eða: Hekla
Auga mitt
er steinn
og ég velti honum
upp fjallið
en hraunhúðin
hristir hann af sér
velti augasteininum
upp fjallið
og reyni að sigra
eilífðina
eins og hún birtist
í lynggrónum hlíðum
ég er Sisyfos
og auga mitt glímir
við fjallið
ég velti upp
steininum
og hraunið kemur
úr eldhafi
míns kalda lands
og veltir á undan sér
augasteini Sisyfosar
og lyng og mosi
brenna
í goðsögulegum eldi.