Þangaganga 2
Lesa meira
Þankaganga 2
Þankaganga 2 er önnur bók þeirra Völu Þórsdóttur og Agnieszku Nowak um hina pólsk-íslensku Súsönnu. Í fyrri bókinni glímir Súsanna við það vandamál að geta ekki sagt „s“. Þar snúast vandræði hennar síst um það að hún er nýbúi eða útlendingur, hvorki „alvöru“ Íslendingur né Pólverji. Þvert á móti er lögð áhersla á að allir geti fundið sig í vandamálum Súsönnu – enda erum við, þegar allt kemur til alls, meira og minna eins. Í Þankagöngu 2 er tekist á um það sem greinir okkur að, gerir okkur öðruvísi og framandi í augum annarra. Þetta er hins vegar vandamál eða áskorun sem allir standa frammi fyrir og snerta okkur öll í fjölþjóðlegu samfélagi nútímans.