Þúsund og einn hnífur: og fleiri sögur frá Írak
Lesa meira
Þúsund og einn hnífur
Þúsund og einn hnífur og fleiri sögur frá Írak er smásagnasafn eftir íraska rithöfundinn og kvikmyndagerðarmanninn Hassan Blasim. Líkt og titill verksins gefur til kynna eiga allar sögurnar sér stað í Írak. Þær fara fram á mismunandi tímum, flestar í kringum stríðin við Íran og Bandaríkin. Sjá má endurtekin þemu í sögum Blasim en honum tekst að nálgast þau á fjölbreyttan hátt. Meðal fyrirferðameiri þemanna eru ofbeldi og stríð – sem birtast bæði í persónulegum reynslum einstaklinga sem og á stórsögulegan máta – þar sem átök stríðandi fylkinga verða smávægileg í hinu stóra samhengi.