Fásinna
Lesa meira
Fásinna
„Ekki nokkur maður með réttu ráði hefði áhuga á að skrifa eða birta eða lesa enn eina skáldsöguna um myrta frumbyggja,“ segir ónefndur sögumaður Fásinnu, nóvellu salvadorska rithöfundarins Horacio Castellanos Moya sem hverfist um – jú – myrta frumbyggja. Umræddur sögumaður hefur hlotið það verkefni að prófarkalesa 1100 blaðsíðna skýrslu um kerfisbundið þjóðarmorð herstjórnar á Maya-indíánum í ótilgreindu ríki í Mið-Ameríku.