Ævintýri
Lesa meira
Ævintýri
Það tók dálítinn tíma að átta sig á bók Jónasar Bengtssons, Ævintýri, og ég er ekki alveg viss hvort ég hafi enn náð almennilegu taki á verkinu. Sagan er sögð út frá sjónarhóli lítils drengs framanaf, í síðari hlutanum er hann orðinn eldri, en virðist enn að mörgu leyti bernskur. Að einhverju marki fjallar sagan um mörk veruleikans og þá veruleiki sem fólk leikur, en þungamiðjan er hinn geðsjúki faðir sem drengurinn fylgir í fyrri hlutanum. Geðveiki er því augljóslega einnig til umfjöllunar, áhrif hennar á barnið og framtíð þess. Annað mikilvægt þema er listin, en drengurinn teiknar látlaust, bæði í huganum og á blað – seinna málar hann á striga. Þetta eru þeir þrír meginþættir sem byggja bókina, og birtast á ýmsa vegu.