Tröllafell
Lesa meira
Ávítaratáknið og Tröllafell
Hér ætla ég að fjalla um tvær þýddar fantasíubækur fyrir börn og unglinga, Ávítaratáknið (Jentas, 2005) eftir Lene Kaaberbøl og Tröllafell (Stílbrot, 2005) eftir Katherine Langrish. Báðar eru þær með nokkru norrænu yfirbragði, þó aðeins önnur þeirra sé norræn; höfundur Ávítarabókanna er dönsk, en Tröllakonan er hinsvegar afskaplega ensk, þó sögur hennar byggi á skandinavískum þjóðsagnaarfi. Lene Kaaberbøl er sjálf mikill unnandi fantasíusagna og því lá beint við að skrifa slíkar. Líkt og hér á landi er ekki mikil hefð fyrir fantasíum meðal Dana, en það kom ekki í veg fyrir að bækurnar yrðu afar vinsælar og hafa nú verið þýddar á önnur norræn mál og ensku. Bækurnar eru fjórar talsins, sú fyrsta kom út á dönsku árið 2000 og sú síðasta árið 2003. Tvær þeirra hafa verið þýddar á íslensku, Dóttir ávítarans, sem kom út í fyrra og svo sú sem hér er til umfjöllunar, Ávítaratáknið.