Persepolis: The Story of a Childhood
Lesa meira
Persepolis: The Story of a Childhood
Um daginn birtist í Morgunblaðinu grein eftir Heimi Snorrason um fimm bestu myndasögur ársins 2003. Þeirra á meðal var saga sem ég kannaðist ekkert við, Persepolis: The Story of a Childhood, eftir Marjane Satrapi. Þegar ég fór að kanna málið kom í ljós að bókin hafði orðið undir í jólabókaflóðinu: bókstaflega, því í aðfangadeild Borgarbókasafnsins hvarf hún bakvið jólabókafjöllin og var því ófrágengin. En ég hef góð sambönd og áður en varði var ég komin með gripinn í hendurnar. Og í stuttu máli sagt þá átti þessi saga ekki skilið að falla í skuggann af íslenskum jólabókum.