Í hendi Guðs
Lesa meira
Í hendi Guðs
Það fór ekki hjá því að mann sundlaði öðru hvoru við lestur Í hendi Guðs eftir Niccolò Ammaniti, svo mörg voru fylleríin, svo mikil ölvunin, svo magnaðir timburmennirnir, að það var eins og stæðu áfengisgufur upp af bókinni þar sem hún lá á sófaborðinu. Lestrarreynslan minnti einna helst á áfengan ógeðsdrykk. Sagan segir frá ákaflega ólánsömum feðgum, fátækum og næstum allslausum, vinum þeirra, fortíð og atburðum á örlíkaríkri nótt. Miðja bókarinnar og þungamiðja atburðarásarinnar gæti haft yfirskriftina ‘It was a dark and stormy night’ því hún gerist um nótt í nóaflóðslegu ofviðri.