Martröð millanna
Lesa meira
Martröð millanna
Síðan íslenskar glæpasögur fóru að ryðja sér til rúms hér á landi á hafa reglulega komið upp raddir sem fordæma þessa tegund bókmennta og harma ágang hennar á góðan smekk og gengi fagurbókmennta. Í slíkri umræðu er sjaldnast gerður greinarmunur á glæpasögum, þeim er skipað saman í einn flokk, án nokkurrar meðvitundar um að reyfarar eru fjölskrúðug skepna sem gefur stundum vel af sér, stundum ekki. Ég ætla ekki að fara frekar út í þessa þreyttu umræðu, því hún sýnir ekkert annað en vanþekkingu sem mér leiðist. Látum nægja að segja að íslenskir krimmahöfundar eru eins ólíkir og þeir eru margir, bæði þrífast hér orðið ólíkar tegundir glæpasagna og svo eru gæðin líka afar misjöfn, við eigum sérlega góða höfunda og við eigum líka síðri höfunda. Og nú höfum við eignast einn úr síðari flokknum.