Listin að vera einn
Lesa meira
Listin að vera einn
Einsemd og einvera er sitt hvað, annað er neikvætt, hitt gjöf, en þó eru þetta tvö orð yfir sama raunhyggjulega ásigkomulagið. Heiti kversins, Listin að vera einn, er gripið úr einu ljóða Tanikawa. Eða sagði ég kver? Þetta er reisulegt hundrað og fimmtíu síðna ljóðasafn, kilja í fallegu broti og vel frá bókverkinu gengið, umbrotið unnið af kostgæfni og loftar hæfilega um ljóðin, sem ekki er alltaf sjálfsagt að lukkist. Kápumyndin er sérlega fallegt japanskt listaverk. Ljóðin eru á einföldu og hversdagslegu máli, þau einkennir ákveðin léttleikandi gnægð, eins og höfundur eigi hægt með að yrkja.