Þrumulostinn
Lesa meira
Þrumulostinn
Það getur haft skelfilegar afleiðingar að vera á röngum stað á röngum tíma. Því kynnist loftslagsfræðingurinn Adam Kindred svo sannarlega þegar að hann lendir fyrir tilviljun á vettvangi morðs án þess að eiga þar nokkra aðkomu að verki. Í kjölfarið beinast spjót yfirvalda sem og undirheima Lundúna að því að ná í skottið á honum. Hann, sem einmitt var í þann mund að leggja drög að blómlegri framtíð sem virtur háskólamaður neyðist nú til þess að má út öll spor um tilveru sína og láta sig hverfa. Hann felur sig hér og þar í dimmum skotum heimsborgarinnar og tekur upp ný auðkenni og nýjar venjur.