Verkstæði Villa
Lesa meiraOttólína og gula kisan
Lesa meira
Ottólína og gula kisan / Doktor Proktor og prumpuduftið
Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt við það bessaleyfi sem barnabækur taka sér í bulli. Hugmyndafluginu er gefinn algerlega laus taumur og fyrstu skotmörkin eru raunsæi (sem er leiðindapúki) og trúverðugleiki (sem er fúll). Hláturtaugarnar eru kitlaðar hressilega í tveimur þýddum barnabókum sem einkennast af líflegu taumleysi, Ottólína og gula kisan eftir Chris Riddell, breskan barnabókahöfund og myndasöguhöfund og Doktor Proktor og prumpuduftið eftir norska glæpasöguhöfundinn Jo Nesbø.
Nokkrar þýddar myndabækur fyrir börn
Að vanda kemur nokkur fjöldi þýddra myndabóka fyrir börn út fyrir jólin. En hvar eru þýddu myndabækurnar fyrir fullorðna? Að vanda ber ekkert á þeim og því verða hinir fullorðnu bara að reyna að gleðjast með börnunum - sem ætti ekki að vera erfitt í ár.