Inferno
Lesa meiraDa Vinci lykillinn
Lesa meira
Da Vinci lykillinn
Da Vinci lykillinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og prýtt vinsældalista víða um heim. Ekki hægt að segja annað en þessar vinsældir séu að verðleikum. Svona mestan part. Á fyrstu blaðsíðum bókarinnar hefst frásögn sem grípur lesandann strax föstum tökum. Morð er framið í hinu fræga Louvre listasafni í París og fljótlega kemur í ljós að hinn myrti var meðlimur í aldagömlum leynilegum félagsskap. Aðalpersónum bókarinnar er strax hent í týpíska veröld spennusagna þar sem þær þurfa að leysa málið en vera jafnframt á flótta undan bæði réttvísinni og „vondu“ köllunum.