Beint í efni

Drekagaldur

Drekagaldur
Höfundur
Elías Snæland Jónsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Barnabækur

Úr Drekagaldri:

Stóra skepnan sem leyndist á bak við svörtu steinana rak gapandi ginið upp á móti Hildi og hvæsti á hana eins og reiður köttur.
 Hún vék ósjálfrátt nokkur skref aftur á bak, en hélt samt vasaljósinu stöðugu og virti furðudýrið betur fyrir sér.
 Það var nokkru stærra en fullvaxinn hestur, en allt öðruvísi í laginu. Hausinn minnti einna helst á úlfalda, fyrir utan hornin tvö sem stóðu upp úr enninu og veiðihárin í kringum víðan munninn. Hálsinn var langur eins og á gíraffa og álíka sver og stærstu eiturslöngur suðuramerísku regnskóganna. Ofarlega á kubbslegum bolnum mátti sjá fiðraða vængi eins og á fuglum.
 Þetta var alveg örugglega dreki. Og hann var allur himinblár á litinn.

(s. 59)

Fleira eftir sama höfund

The Republic of Iceland : 50th Anniversary

Lesa meira

Fjörbrot fuglanna : Leikrit í tuttugu atriðum

Lesa meira

Draumar undir gaddavír

Lesa meira

Töfradalurinn

Lesa meira

Haltu mér fast!

Lesa meira

Lýðveldið Ísland 50 ára

Lesa meira

Brak og brestir

Lesa meira

Átök milli stríða

Lesa meira