Lestrarbók í flokknum Auðlesnar sögubækur sem eru lestrarbækur á léttu máli fyrir mið- og unglingastig grunnskóla. Ragnheiður er bæði höfundur mynda og texta.
Um söguna:
Villi er ósáttur þegar Vený flytur inn með pabba sínum til hans og mömmu. En þegar hún skilar sér ekki heim á dimmu vetrarkvöldi er honum ekki sama.
Úr Ég þoli ekki bleikt:
Næst þegar Véný er hjá okkur
vakna ég seint um kvöld við hávaða.
Ég fer fram og sé Vénýju standa
í dyragættinni á herberginu sínu.
Hún hefur vafið rúmteppinu utan um sig
og heldur á lakinu.
Það er rennblautt.
Véný snöktir hátt.
Farðu inn til þín, Villi minn,
segir mamma.
Þegar ég lít um öxl
blikkar Véný mig í laumi.
Svo heldur hún áfram að kjökra
meðan mamma og Maggi
hjálpa henni inn á bað.
Ég fer aftur að sofa.
(18)