Sjóarinn með morgunhestana undir kjólnum
Lesa meira
Sjóarinn með morgunhestana undir kjólnum
Hafið hefur löngum verið uppspretta skáldskaparmála ýmiskonar, enda afskaplega skáldlegt fyrirbæri, nátengt dulvitundinni og móðurinni. Hafið hefur þó ekkert endilega verið nærtækt íslenskum skáldum, þrátt fyrir að umlykja landið linnulaust. Það eru helst skáld sem tilheyra (eiginlega ekki) nýrómantíkinni sem hafa fjallað um hafið, eins og hinn dramatíski Einar Benediktsson og þær systur Herdís og Ólína Andrésdætur. Á síðari hluta tuttugustu aldar virðast sjómannalögin hafa tekið við því hlutverki að fjalla um hafið, en einnig má nefna Hannes Pétursson og Þorstein frá Hamri, en sá síðarnefndi heldur sig að mestu á dýpinu, í innra dýpi mannsins sem hafið verður að táknmynd fyrir.