Eltingaleikurinn: leitin að Vermeer
Lesa meira
Við enda hringsins og Eltingarleikurinn
Stundum virðist bókmenntasagan samanstanda af Stórum Bókum, bókum sem á einn eða annan hátt marka þáttaskil, kannski ekkert endilega hvað varðar bókmenntaleg gæði, heldur frekar áhrifamátt og eftirfylgni. Á tímum upplýsingasamfélagsins eða fjölmiðlasamfélagsins er enn auðveldara fyrir slíkar Stórar Bækur að þrífast, því það er eins og þegar umræðan fari af stað þá geri hún ekki annað en að þenjast út. Þegar litið er yfir bókmenntalandslagið eins og það er í augnablikinu gnæfa þar uppúr tveir risar, Da Vinci lykillinn og Harry Potter, en áhrifamáttur þeirra félaga er óumdeilanlegur. Þannig eru til dæmis áhrif Da Vinci lykilsins svo mikil að óskup venjulegur norskur höfundur er skyndilega orðinn metsöluhöfundur, og það þótt hans bók hafi komið út á undan lyklinum.