Jump to content
íslenska

Lovestar

Lovestar
Author
Andri Snær Magnason
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2002
Category
Novels

Kiljuútgáfa: Mál og menning, Reykjavík, 2004.

Af bókarkápu:

Alþjóðlega stórfyrirtækið LoveStar hefur komið Íslandi á heimskortið - markaðssett dauðann, komið skipulagi á ástina og reist stórfenglegasta skemmtigarð sögunnar í Öxnadal þar sem LoveStar blikkar á bak við ský. Indriði og Sigríður eru handfrjálsir einstaklingar í þessu hátæknivædda samfélagi. Þau telja sig hafa fundið ástina upp á eigin spýtur þar til hræðilegt bréf berst frá stórveldinu. Á sama tíma er LoveStar sjálfur um það bil að gera stærstu uppgötvun allra tíma og stemningsdeildin hefur stórfenglegar áætlanir um hvernig megi fullkomna LoveStar veldið. Og tíminn er naumur...

Úr LoveStar:

Þegar gervihnattafyrirtækin fóru á hausinn skýrðist fljótlega nafngift fyrirtækisins: LoveStar. Það var í samræmi við margt í ferli LoveStar sjálfs þar sem orsök og afleiðing voru ekki alltaf í réttri röð. LoveStar fékk kínverska geimfara til að binda saman knippi af gervihnöttum og láta þá blikka yfir hraundranga í Öxnadal. Þaðan kom nafnið: LoveStar.

Það var LoveStar sem gaf þjóðinni risavöxnu frelsisstyttuna af Jóni Sigurðssyni sem stóð klofvega yfir höfninni. Hún var stærsta frelsisstytta í heimi og grunsamlega lík LoveStar sjálfum. 5.000 manns unnu í fjögur ár við byggingu hennar. Í augum hennar brann eilífur FRELSISLOGI.

Það var LoveStar sem lét búa til hvelfinguna undir Keili þar sem Davíð var smurður og lagður í glerkistu til hinstu hvílu.
 - Svarti pýramídinn í auðninni fær hér hlutverk við hæfi sem minnisvarði um leiðtogann mikla! sagði LoveStar við afhjúpunina áður en fyrstu ferðamönnunum var hleypt inn. Það var auðvitað áður en LoveDeath tók til starfa.

Fjörutíu árum eftir handfrelsun mannkynsins voru höfuðstöðvar LoveStar löngu fluttar úr gamla flugskýlinu við Reykjavíkurflugvöll. Þær voru grafnar inn í fjöll og dranga í LoveStar skemmtigarðinum norður í Öxnadal.
Margir urðu til þess að leggja stein í götu LoveStar þegar hann keypti Öxnadalinn. Minnugir Frelsisstyttunnar og hvelfingarinnar undir Keili hlupu aftrurhaldssinnaðir menntamenn upp til handa og fóta og vildu láta alfriða gjörvallt yfirborð Öxnadals.

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar ég frétti af áformum um risavaxna skemmtigarðinn sem LoveStar ætlar að reisa á fæðingarstað þjóðskáldsins í Öxnadal. Þótt fjárhirslur LoveStar virðist óendanlega djúpar hélt ég satt best að segja að þetta væri brandari. Það er ekki erfitt að ímynda sér hvernig þarna verður umhorfs eftir fáein ár. Tuttugu hæða torfhótel með glerburstum og neonljósum, rómantískum plasthjörtum í spilavíti og gullpottur efst uppi á Hraundranga. Fjallalækjum verður veitt í vatnsrennibrautir niður dalinn þar sem menn munu bruna niður snarbrattar fjallshlíðarnar í blautbúningum og enda með plaski ofan í Hraunsvatni. Gríðarlegir hitablásarar á fjallstindum munu anda suðri daglega klukkan 10:00, 16:00 og 20:00 þegar 1000 stúlkur í peysufötum strippa og glenna sig fyrir sterabætta smalapilta á meðan beljur baula og kindur jarma og lóa syngur dirrindí. Skáldið og ljóð hans munu auðvitað týnast í öllu skruminu ...
(Brot úr lesendabréfi ASM í Mbl.)

(s. 17-18)

More from this author

Lovestar

Read more

AOI WAKUSEI NON HANASHI

Read more

Traumland: Was bleibt, wenn alles verkauft ist?

Read more

Short stories in Flügelrauschen

Read more

LoveStar (excerpts)

Read more

Poems in Komkommer & Kwel

Read more

Tímakistan (The Casket of Time)

Read more

A kékbolygó története

Read more

Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet)

Read more