Jump to content
íslenska

Undir norðurljósum

Undir norðurljósum
Author
Various authors
Publisher
Ljóðbylgja
Place
Reykjavík
Year
2003
Category
Icelandic translations

Um þýðinguna

Undir norðurljósum er sjöunda og síðasta bókin í 7 bóka flokki þar sem Einar Bragi þýðir og kynnir samískan skáldskap. Í bókinni eru ljóð eftir Aagot Vinterbo-Hohr, Ailo Gaup, Inghilda Tapio, Kirsti Paltto, B. Moske, Kati-Claudia Fofonoff, Marry A. Somby, Marion Palmer, Risten Sokki, Mari Boine, Stig Riemmbe Gælok, Inger-Mari Aikio (Ima), Anna-Stina Svakko og Stina Inga, auk stuttra kynninga á skáldunum og formála og eftirmála þýðanda.

Úr Undir norðurljósum

Anna-Stina Svakko:

Kæri vinur

Hér færðu línu
frá dóttur norðurljósanna.

Hróp mitt drynur yfir víðernin,
rekst á fjall feðra þinna
og berst þér að eyrum.

Styrkur þess fyllir tómið
sem efinn skildi eftir.
Styrkur og stolt
eru vopnabræður.
Ná markinu í minn stað.

Megni hugsanir mínar ekki
að brjótast fram,
koma seiglingsorð
þín til hjálpar.

Hryggurinn réttir úr sér
einu sinni enn,
eins og stælt
þrautbeygð birkihrísla.

Gegn vilja sínum ......

More from this author

Hjaltlandsljóð

Read more

Konfekt og kærleikur : Úr sögusafni Alfred Hitchcock (Chocolates and Love: From the Stories of Alfred Hitchcock)

Read more

Það er komin halastjarna (The Comet is Here)

Read more

Sumar í fjörðum : þýdd ljóð

Read more

Mat á áhrifum starfsemi Kísiliðjunnar á vistkerfi Mývatns (A Report on the Effects of the Silicone Plant Kísiliðjan on the Ecosystem of Mývatn)

Read more

Rússneskur fútúrismi (Russian Futurism)

Read more

Barnagaman : spennandi sögur

Read more

Hið eilífa þroskar djúpin sín. Úrval spænskra ljóða 1900-1992 (A Selection of Spanish Poetry 1900 - 1992)

Read more

Að snúa aftur: ljóðaþýðingar (To Return: Translated Poetry)

Read more